Ráðstefnan TechEd Europe 2012 verður haldin í Amsterdam dagana 26 – 29 júní n.k.
Nú þegar er búið að opna glæsilega heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um
fyrirlestra sem eru í boði á ráðstefnunni.

Síðustu ár hefur Microsoft Íslandi staðið fyrir hópferð á ráðstefnuna og vel
hefur tekist til. Stefnan er að halda því striki í ár.

Þessi ráðstefna er á vegum Microsoft í Evrópu þar sem allir helstu sérfræðingar
bransans hittast og ræða nýjungar fyrir tækni- og þróunaraðila. Þarna geta
gestir leitað til sérfræðinganna og rætt málin, spurt spurningar svo dæmi sé
tekið. Við hvetjum alla þá sem áður hafa farið, sem og nýja að mæta í ár og
upplifa einstaka stemmningu og skemmtun. Þá er ekki úr vegi að þú lærir
eitthvað nýtt, kynnist nýrri tækni og nýju fólki.

Skráning er hafin og við bendum áhugasömum á að
setja sig endilega í samband við Sigurjón Lýðsson.