UT messan verður haldin þann 9. febrúar n.k. á Grand hótel Reykjavík frá kl 8:30-21:00.

Fyrri hluta dagsins er ráðstefna fagfólks en seinni hluti dagsins og fram á kvöld er opið öllum. Fagráðstefnan skiptist í þrjá hluta þ.e.
Stjórnendur (Managers), Tækni og rekstur (IT pro) og hugbúnaðarþróun (Developers).

Þá verða sýningarbásar á staðnum og þar verður Microsoft með XBOX og Kinect til að prófa.

Við hvetjum sem flesta til að mæta og fræðast um það nýjasta sem Microsoft og fleiri eru að gera í upplýsingatækni.

Þónokkuð er um erlenda ræðumenn. Verði er stillt í hóf en nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á vef UT messunnar.