Nýlega var sett á fót ný user grúppa fyrir SQL Server þyrsta íslendinga og mættu 12 manns á fyrsta fundinn. Fyrirlesari og guðfaðir grúppunnar er Sanjaya Padhi, Premier Field Engineer hjá Microsoft. Stefnan er að hittast 3-4 sinnum á ári og fjalla um nýjungar í SQL Servernum hverju sinni. Sanjaya hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að taka þátt þegar hann er á landinu og því ekki úr vegi að hóa hópinn saman þegar það gerist. Áhugasamir geta haft samband við Sigurjón Lýðs hjá Microsoft Íslandi.