Eins og flestir kannast við í rekstri netkerfa þá þarf að framkvæma ákveðnar keyrslur á tilteknum tíma og geta þessar keyrslur oft tekið langan tíma sem kostar fyrirtækið pening. Þetta er iðulega low level keyrslur  og krefst því kunnáttu þar að lútandi. Sumar hverjar eru jafnvel handkeyrðar en aðrar eru sjálfvirkar og þurfa jafnframt að tala við mismunandi kerfi o.s.frv.

En með ákveðnum útgáfum af System Center fylgir Opalis með í kaupunum (þ.e. með enterprise og datacenter útgáfunum) sem auðveldar þetta til mikilla muna. Opalis, sem er viðbót við System Center, getur talað við helstu system manangement tólin s.s. CA, HP, IBM og fleiri sem og flest þau stýrikerfi og þann hugbúnað sem til eru á markaðinum í dag. Opalis keyrir einkar vel með tólum s.s. Service Manager, Operation Manager og Configuration Manager. En nánari upplýsingar má finna her:

  • Kíktu á Opalis vefinn og náðu í 180 daga reynsluútgáfu (6.3) af Opalis, skoðaðu námskeiðin sem eru í boði
  • Kannaðu einnig bloggið sem þeir eru með