Yfirleitt er sumartíminn rólegheita tími hjá mörgum tæknimönnum. Sumarfrí starfsmanna og stjórnenda o.s.frv. En fyrir okkur hin sem ekki erum í fríi er sumarið ágætis tími til að kynna sér nýjar og spennandi lausnir. Eitt mest aðkallandi málefni okkar tæknimanna eru öryggismál og vilja allir hafa tölvukerfin sín vel varin fyrir hinum ýmsu tegundum árása s.s. DoS, trójuhestar, vírus og annað "hack". Án efa eru gögn fyrirtækja sem geymd eru á tölvutækuformi þau mikilvægurstu í rekstri fyrirtækjanna.

Öryggislausnir frá Microsoft hafa tekið stakkaskiptum undanfarin ár og í dag er Forefront ein öflugasta vörnin sem um getur á markaðnum. Lausnin er í senn ætluð netþjónum s.s. Windows Server, SharePoint Server, sem og útstöðvum s.s. vírusvörn, spamvörn og fleira.

Hafir þú áhuga á nánari upplýsingum um Forefront öryggislausnirnar getur þú kynnt þér þær hér

Hafir þú áhuga á að skoða umfjallanir varðandi öryggismál almennt þá mælum við með bloggsíðu Forefront teymisins.