Það getur oft verið erfitt að prófa allar nýjustu lausnirnar á sama tíma s.s. nýjasta netþjóninn, Windows Server 2008 og nýjasta stýrikerfið, Windows Vista. En hér má finna leið til þess að hafa dual boot á ferðavélinni og í leiðinni tryggja gögnin með Bitlocker. Hafa skal þó í huga að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir áður en ráðist er í þetta þ.e. taka afrit af öllum mikilvægum gögnum, finna til alla helstu reklana (e.drivers) fyrir vélina sem og nýjustu uppfærsluna af BIOS-num. Þetta er aðeins ábendingum um möguleika og því er ábyrgðin öll ykkar ef eitthvað klikkar !