Þá er komin tímasetning á hina geysivinsælu Tech Ed fyrir tæknimenn. Ráðstefnan verður haldin dagana 3.-7. nóvember og staðsetningin er sem fyrr Barcelona. Síðustu ár hefur Microsoft Íslandi staðið fyrir hópferð á þessa ráðstefnu og vel hefur tekist til. Stefnan er að halda því striki í ár en nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur. Viljum við benda fólki á að fylgjast vel með á viðburðasíðu okkar þegar nær dregur.

Hvað er Tech Ed EMEA IT Forum ?

Þessi ráðstefna á vegum Microsoft í Evrópu þar sem allir helstu sérfræðingar bransans hittast og ræða nýjungar í tæknimálum. Þarna geta gestir leitað til sérfræðinganna og rætt málin, spurt spurningar svo dæmi séu tekin. Við hvetjum hvoru tveggja þá sem áður hafa farið sem og nýja að mæta í ár og upplifa einstaka stemmningu og skemmtan. Þá er ekki úr vegi að þú lærir eitthvað nýtt, kynnist nýrri tækni eða nýju fólki.

Afsláttur ef þú skráir þig snemma !

Þeir sem skrá sig til leiks fyrir 31. júlí fá veglegan afslátt af verðinu. Það er því vel þess virði að hafa hraðar hendur því vanalega verður uppselt á þessa ráðstefnu snemma.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um viðburði Microsoft Íslandi

Vefsíða ráðstefnunnar