Nú nýlega var öryggissérfræðingurinn Ronald Beekelaar hér á landi og fór fyrir ráðstefnu um öryggismál. Meðal þess sem Ronald kom að var hvernig tryggja megi öryggi fyrirtækja með notkun Forefront öryggislausnarinnar frá Microsoft. Nú er búið að gera samantekt af fyrirlestrum Ronalds um heiminn og hvetjum við alla til að kynna sér þá hér. Meðal þess sem Ronald fjallar um eru öryggislausnir fyrir Exchange Server 2007, Microsoft Office SharePoint Server (MOSS) 2007 sem og Forefront Edge lausn sem nefnd er Intelligent Application Gateway (IAG) 2007.