Nú er skráning hafin á Microsoft TechEd IT Forum 2007 sem haldin verður í Barcelona dagana 12.-16. nóvember næstkomandi. Þetta er langstærsta ráðstefna Microsoft sem sérstaklega er ætluð tæknimönnum og stjórnendum tölvudeilda. Nýtið ykkur sérstakan aukaafslátt sem er fyrir þá sem skrá sig snemma. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar.